David Beckham sendi enska kvennalandsliðinu skilaboð á Instagram fyrir leik þeirra gegn Svíþjóð í vikunni. Hann þakkaði þeim fyrir að vera hvetjandi fyrirmyndir fyrir unga krakka. Beckham spilaði sjálfur fyrir enska landsliðið frá 1996 til 2008.
Harper dóttir Beckham er mikill aðdáandi liðsins og hann segir að hún sé mjög spennt fyrir leiknum þeirra. England vann Svíþjóð og mun spila í úrslitum gegn Þýskalandi á sunnudag.
„Við stöndum með ykkur. Við erum öll spennt að sjá leikinn. Dóttir mín er virkilega spennt að sjá leikinn. Takk fyrir að vera hvatning fyrir hana og gangi ykkur vel stelpur,“ sagði Beckham í myndbandinu.