Tónlistarmaðurinn Kendrick Lamar hélt nýverið tónleika í Texas, Bandaríkjunum og hefur TikTok myndband af öryggisverði frá tónleikunum farið eins og eldur í sinu um internetið. Á myndbandinu má sjá öryggisvörðinn bresta í grát og syngja hástöfum með laginu Love, en nú þegar hafa yfir 11 milljónir horft á myndbandið.
@dejaihvu Mans shoulda just bought a ticket 😩🤣 #kendricklamar #thebigstepperstour #houstontx ♬ original sound - Dejaih Smith
Lamar segist hafa séð myndbandið og er ánægður að tónlist hans geti hreyft við fólki á þennan hátt. „Þetta snýst í raun bara um tilfinninguna. Þegar öllu er á botninn hvolft, burtséð frá pólitík, burtséð frá öllum tölum, þá er það hvernig tónlist lætur þér líða,“ sagði hann í samtali við Jazzy's WorldTV.
Öryggisvörðurinn hefur nú nafngreint sig, en hann heitir Devyn Sanford og tjáði sig í athugasemd við TikTok myndbandið. „Þetta er ég í færslunni. Þetta lag er mér allt, og ég var að finna fyrir tilfinningum allra í kringum mig. Ég elska að fá borgað fyrir að gera þetta,“ skrifaði hann.
Sanford segir lagið hafa tekið sig aftur til ársins 2017, en þá hafi hann gengið í gegnum stormasamt tímabil í lífi sínu.