Öryggisvörðurinn grét á tónleikunum

Kendrick Lamar er einn vinsælasti rappari heims í dag.
Kendrick Lamar er einn vinsælasti rappari heims í dag. AFP

Tónlistarmaðurinn Kendrick Lamar hélt nýverið tónleika í Texas, Bandaríkjunum og hefur TikTok myndband af öryggisverði frá tónleikunum farið eins og eldur í sinu um internetið. Á myndbandinu má sjá öryggisvörðinn bresta í grát og syngja hástöfum með laginu Love, en nú þegar hafa yfir 11 milljónir horft á myndbandið.

Lamar segist hafa séð myndbandið og er ánægður að tónlist hans geti hreyft við fólki á þennan hátt. „Þetta snýst í raun bara um tilfinninguna. Þegar öllu er á botninn hvolft, burtséð frá pólitík, burtséð frá öllum tölum, þá er það hvernig tónlist lætur þér líða,“ sagði hann í samtali við Jazzy's WorldTV.

Öryggisvörðurinn hefur nú nafngreint sig, en hann heitir Devyn Sanford og tjáði sig í athugasemd við TikTok myndbandið. „Þetta er ég í færslunni. Þetta lag er mér allt, og ég var að finna fyrir tilfinningum allra í kringum mig. Ég elska að fá borgað fyrir að gera þetta,“ skrifaði hann. 

Sanford segir lagið hafa tekið sig aftur til ársins 2017, en þá hafi hann gengið í gegnum stormasamt tímabil í lífi sínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar