Plötu Beyoncé lekið á netið

Ný plata Beyoncé, Renaissance er væntanleg hinn 29. júlí næstkomandi.
Ný plata Beyoncé, Renaissance er væntanleg hinn 29. júlí næstkomandi. Skjáskot/Instagram

Nýjasta plata bandarísku tónlistarkonunnar Beyoncé Knowles virðist hafa verið lekið. Fregnir bárust af því í gær að platan, sem ber titlinn Renaissance, væri til sölu á geisladisk í Frakklandi. Fyrirhugað er að platan komi út á morgun, föstudag. 

Aðdáandi birti mynd af plötunni á Twitter og í kjölfarið mætti her aðdáenda Beyoncé á samfélagsmiðla til að koma í veg fyrir dreifingu. 

Þremur lögum af plötunni hefur verið lekið á ýmsa samfélagsmiðla en flókið er að koma tónlist af geisladisk yfir á samfélagsmiðla í dag. Fyrst þarf tæki sem spilar geisladiska, síðan þarf að breyta formi tónlistarinnar og svo setja hana á netið. 

Áðdáendahópur Beyoncé, sem kallar sig Beyhive, sendi frá sér þau skilaboð að hver sá sem heyrði lag af plötunni á samfélagsmiðlinum ætti að tilkynna viðkomandi reikning fyrir að deila efni ólöglega.

Renaissance kemur út á streymisveitunum Tidal og Spotify á morgun, föstudaginn 29. júlí. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson