Shakira fer í hart

Shakira vildi ekki gera samning við spænsk stjórnvöld.
Shakira vildi ekki gera samning við spænsk stjórnvöld. AFP

Kól­umb­íska söng­kon­an Shakira hef­ur ákveðið að hafna samn­ingi spænskra stjórn­valda um að greiða niður 14,5 millj­ón­ir evra skatta­skuld. Greint var frá þessu í gær, miðviku­dag, en Shakira hef­ur verið ákærð fyr­ir skattsvik.

Í til­kynn­ingu sem send var út fyr­ir hönd Shakriu í gær seg­ir að hún trúi því að hún sé sak­laus, og vilji að málið verði látið í hend­ur dóm­stóla. Ef hún verður dæmd sek á hún yfir höfði sér fang­els­is­dóm og þarf að greiða háa sekt. 

Spænsk stjórn­völd ákærðu söng­kon­una árið 2018 fyr­ir að hafa ekki greitt skatt af tekj­um sín­um á ár­un­um 2012 til 2014. Al­manna­tengla­fyr­ir­tæki á snær­um Shak­iru hef­ur haldið því fram að hún hafi greitt um­rædda upp­hæð, 14,5 millj­ón evra, og skuldi rík­inu ekki leng­ur neitt. 

Fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar, fót­boltamaður­inn Ger­ard Piqué, hef­ur einnig lent í vand­ræðum er varða skatta. Árið 2019 var hann dæmd­ur fyr­ir skattsvik. Hans skattsvik náðu til ár­anna 2008 til 2010. Shakira og Piqué greindu frá skilnaði sín­um í byrj­un sum­ars en sam­an eiga þau tvö börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú ert enn og aftur beðinn um að leysa klípu, en þér leiðist það. Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til þess að viðhalda sambandi þínu og vina þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú ert enn og aftur beðinn um að leysa klípu, en þér leiðist það. Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til þess að viðhalda sambandi þínu og vina þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir