Shakira fer í hart

Shakira vildi ekki gera samning við spænsk stjórnvöld.
Shakira vildi ekki gera samning við spænsk stjórnvöld. AFP

Kólumbíska söngkonan Shakira hefur ákveðið að hafna samningi spænskra stjórnvalda um að greiða niður 14,5 milljónir evra skattaskuld. Greint var frá þessu í gær, miðvikudag, en Shakira hefur verið ákærð fyrir skattsvik.

Í tilkynningu sem send var út fyrir hönd Shakriu í gær segir að hún trúi því að hún sé saklaus, og vilji að málið verði látið í hendur dómstóla. Ef hún verður dæmd sek á hún yfir höfði sér fangelsisdóm og þarf að greiða háa sekt. 

Spænsk stjórnvöld ákærðu söngkonuna árið 2018 fyrir að hafa ekki greitt skatt af tekjum sínum á árunum 2012 til 2014. Almannatenglafyrirtæki á snærum Shakiru hefur haldið því fram að hún hafi greitt umrædda upphæð, 14,5 milljón evra, og skuldi ríkinu ekki lengur neitt. 

Fyrrverandi eiginmaður hennar, fótboltamaðurinn Gerard Piqué, hefur einnig lent í vandræðum er varða skatta. Árið 2019 var hann dæmdur fyrir skattsvik. Hans skattsvik náðu til áranna 2008 til 2010. Shakira og Piqué greindu frá skilnaði sínum í byrjun sumars en saman eiga þau tvö börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup