Stinga saman nefjum við Karíbahafið

Love Is Blind-stjarnan Natalie Lee og Bachelorette-stjarnan Blake Moynes njóta …
Love Is Blind-stjarnan Natalie Lee og Bachelorette-stjarnan Blake Moynes njóta sín á ströndinni. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjörnurnar Natalie Lee og Blake Moynes virðast vera að stinga saman nefjum, en síðastliðna viku hafa þau verið á ferðalagi saman um Karíbahafið. Margir kannast eflaust við Lee úr raunveruleikaþáttunum Love Is Blind, á meðan Moynes var bæði í sextándu og sautjándu þáttaröð Bachelorette. 

Samkvæmt heimildarmanni Page Six er samband þeirra sagt vera platónskt eins og er. „Þetta var í fyrsta skipti sem Blake og Natalie hittust. Blake finnst hún frábær.“ Á ferðalaginu hjálpuðu þau meðal annars við að bjarga 120 punda sjóskjaldböku, en þau virtust einnig njóta sín tvö saman á ströndinni.

Skjáskot/Instagram

Moynes bað Bachelorette-stjörnunnar Katie Thurston í sautjándu seríu þáttanna, en þau slitu sambandinu í október 2021. Á sama tíma trúlofaðist Lee í þáttunum Love Is Blind eftir að Shayne Janson bað hennar. Hún ákvað þó ekki að giftast honum í dramatískum lokaþætti, en hún kvaddi hann við altarið á brúðkaupsdegi þeirra eftir mikil rifrildi í vikunni áður. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar