Raunveruleikastjörnurnar Natalie Lee og Blake Moynes virðast vera að stinga saman nefjum, en síðastliðna viku hafa þau verið á ferðalagi saman um Karíbahafið. Margir kannast eflaust við Lee úr raunveruleikaþáttunum Love Is Blind, á meðan Moynes var bæði í sextándu og sautjándu þáttaröð Bachelorette.
Samkvæmt heimildarmanni Page Six er samband þeirra sagt vera platónskt eins og er. „Þetta var í fyrsta skipti sem Blake og Natalie hittust. Blake finnst hún frábær.“ Á ferðalaginu hjálpuðu þau meðal annars við að bjarga 120 punda sjóskjaldböku, en þau virtust einnig njóta sín tvö saman á ströndinni.
Moynes bað Bachelorette-stjörnunnar Katie Thurston í sautjándu seríu þáttanna, en þau slitu sambandinu í október 2021. Á sama tíma trúlofaðist Lee í þáttunum Love Is Blind eftir að Shayne Janson bað hennar. Hún ákvað þó ekki að giftast honum í dramatískum lokaþætti, en hún kvaddi hann við altarið á brúðkaupsdegi þeirra eftir mikil rifrildi í vikunni áður.