Fara fram á átta ára fangelsi yfir Shakiru

Verði Shakira sakfelld á hún yfir höfði sér fangelsisvist.
Verði Shakira sakfelld á hún yfir höfði sér fangelsisvist. AFP

Sak­sókn­ari í Bar­sel­óna á Spáni fer fram á átta ára fang­elsi yfir kól­umb­ísku söng­kon­unni Shak­iru eft­ir að hún neitaði að semja við stjórn­völd. Greint var frá þessu í dag en Shakira hef­ur verið ákærð fyr­ir skattsvik. Ákæru­valdið fer einnig fram á að Shak­iru verði gert að greiða 24 millj­ón­ir evra í sekt eða um 3,3 millj­arða króna.

Stjórn­völd á Spáni saka hina 45 ára söng­konu um að hafa ekki greitt skatt af tekj­um sín­um árin 2012 til 2014. Nem­ur upp­hæðin alls 14,5 millj­ón­ir evra sem gera um tvo millj­arða króna á gengi dags­ins í dag. 

Spænsk stjórn­völd halda því fram að Shakira hafi flutt til Spán­ar árið 2011 þegar hún og spænski knatt­spyrnumaður­inn Ger­ard Piqué op­in­beruðu sam­band sitt. Hún hafi á þeim tíma hins veg­ar haldið áfram að greiða skatta á Bahama­eyj­um en ekki á Spáni.

Shakira sak­ar stjórn­völd um óheiðarleg og of­beld­is­full vinnu­brögð. Hún seg­ir stjórn­völd reyna að inn­heimta skatt af alþjóðleg­um tekj­um henn­ar af tón­leika­ferðalagi henn­ar um heim­inn og tekj­um sem hún fékk fyr­ir að vera dóm­ari í The Voice í Banda­ríkj­un­um, en hún seg­ist ekki hafa verið orðin spænsk­ur rík­is­borg­ari þá. Shakira var dóm­ari í The Voice frá 2013 til 2014.

Verj­andi söng­kon­unn­ar seg­ir hana ekki hafa flutt til Spán­ar fyrr en árið 2015 og síðan þá hafi hún greitt alla sína skatta að fullu. Þá seg­ist hún einnig hafa greitt skatta­yf­ir­völd­um á Spáni 17,2 millj­ón­ir evra og hafi ekki skuldað rík­inu neitt í mörg ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka