Fara fram á átta ára fangelsi yfir Shakiru

Verði Shakira sakfelld á hún yfir höfði sér fangelsisvist.
Verði Shakira sakfelld á hún yfir höfði sér fangelsisvist. AFP

Saksóknari í Barselóna á Spáni fer fram á átta ára fangelsi yfir kólumbísku söngkonunni Shakiru eftir að hún neitaði að semja við stjórnvöld. Greint var frá þessu í dag en Shakira hefur verið ákærð fyrir skattsvik. Ákæruvaldið fer einnig fram á að Shakiru verði gert að greiða 24 milljónir evra í sekt eða um 3,3 milljarða króna.

Stjórnvöld á Spáni saka hina 45 ára söngkonu um að hafa ekki greitt skatt af tekjum sínum árin 2012 til 2014. Nemur upphæðin alls 14,5 milljónir evra sem gera um tvo milljarða króna á gengi dagsins í dag. 

Spænsk stjórnvöld halda því fram að Shakira hafi flutt til Spánar árið 2011 þegar hún og spænski knattspyrnumaðurinn Gerard Piqué opinberuðu samband sitt. Hún hafi á þeim tíma hins vegar haldið áfram að greiða skatta á Bahamaeyjum en ekki á Spáni.

Shakira sakar stjórnvöld um óheiðarleg og ofbeldisfull vinnubrögð. Hún segir stjórnvöld reyna að innheimta skatt af alþjóðlegum tekjum hennar af tónleikaferðalagi hennar um heiminn og tekjum sem hún fékk fyrir að vera dómari í The Voice í Bandaríkjunum, en hún segist ekki hafa verið orðin spænskur ríkisborgari þá. Shakira var dómari í The Voice frá 2013 til 2014.

Verjandi söngkonunnar segir hana ekki hafa flutt til Spánar fyrr en árið 2015 og síðan þá hafi hún greitt alla sína skatta að fullu. Þá segist hún einnig hafa greitt skattayfirvöldum á Spáni 17,2 milljónir evra og hafi ekki skuldað ríkinu neitt í mörg ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka