Kona sem sakaði tónlistarmanninn Bob Dylan í fyrra um að hafa misnotað sig þegar hún var 12 ára gömul hefur fallið frá kæru sem hún lagði fram á hendur Dylan.
Þetta kemur í kjölfar þess að lögmannateymi tónlistarmannsins ásakaði hana um að hafa eyðilagt sönnunargögn.
Konan, sem í dómsskjölum er kölluð J.C., hefur sagt atvikið hafa átt sér stað fyrir tæpum 60 árum, þegar Dylan var 24 ára gamall.