Fór á barinn í fyrsta sinn

Britney Spears fór í fyrsta sinn á barinn um daginn.
Britney Spears fór í fyrsta sinn á barinn um daginn. AFP

Hin fertuga söngkona Britney Spears fór á bar í fyrsta skipti á dögunum. Tók Spears viðburðinn upp og sýndi fylgjendum sínum á Instagram. 

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem á bar. Fyrsta skipti. Mér líður svo fínni, svo fágaðri,“ sagði Spears. Spears var í fylgd með aðstoðarmanni sínum og var með stór sólgleraugu til að hylja andlit sitt. 

„Við erum að fá okkur smá drykk,“ sagði aðstoðarmaðurinn Victoria Asher.

„Svo glöð að þau tóku rétt minn til að fá mér kokteil frá mér í þrettán ár. Svo þakklát,“ skrifaði Spears í kaldhæðnistón undir myndbandið. 

Greint hefur verið frá því að fjölskylda Spears passaði upp á að halda henni frá áfengi. Árið 2018 var til dæmis greint frá því að teymi hennar bannaði áfenga drykki baksviðs á tónleikum hjá henni. 

Þá kom einnig fram í samningum um lögráðamann hennar, sem þá var faðir hennar Jamie Spears, að hún mætti ekki undir neinum kringumstæðum drekka áfenga drykki. Spears sjálf hefur einnig sagt að faðir hennar hafi látið hana taka fíkniefnapróf nokkrum sinnum í viku á tímabili. 

Britney Spears virtist ánægð með barferðina.
Britney Spears virtist ánægð með barferðina. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup