„Illmenni sumarsins“ edrú í sjö og hálft ár

Jamie Campbell Bower fer með hlutverk Vecna í Stranger Things.
Jamie Campbell Bower fer með hlutverk Vecna í Stranger Things. AFP

Breski leikarinn Jamie Campbell Bower, sem fer með hlutverk Vecna í fjórðu þáttaröð Stranger Things á Netflix, hefur verið edrú í sjö og hálft ár. Bower opnaði sig um baráttu sína við fíknina og geðheilsu sína á Twitter í vikunni. 

„Fyrir tólf og hálfu ári var ég virkur fíkill. Ég skaðaði sjálfan mig og fólkið í kringum mig sem ég elskaði mest. Það varð svo slæmt að ég lenti á spítala vegna andlegrar heilsu minnar. Ég er núna búinn að vera edrú í sjö og hálft ár,“ skrifaði Bower. 

Bower skaust hratt upp á stjörnuhiminn í sumar þegar fjórða þáttaröð Stranger Things kom út. Í öðru tísti viðurkennir hann að hann hafi gert mörg mistök en að hann líti á hvern dag sem nýja byrjun og tækifæri til að vaxa. 

„Ég er svo þakklátur fyrir staðinn sem ég er á, ég er svo þakklátur fyrir að vera edrú. Ég er svo þakklátur fyrir að vera. Munið, við erum öll verk í vinnslu,“ skrifaði leikarinn að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir