Rooney hafði betur gegn Vardy

Rebekah Vardy og Coleen Rooney.
Rebekah Vardy og Coleen Rooney. AFP

Fótboltafrúin Rebekah Vardy tapaði meiðyrðamáli sínu gegn fótboltafrúnni Coleen Rooney. Dómari í Lundúnum á Bretlandi kvað upp dóminn í dag. BBC greinir frá.

Vardy höfðaði meiðyrðamál gegn Rooney eftir að sú síðarnefnda sakaði hana um að hafa lekið upplýsingum í blaðið The Sun. Vardy neitaði ásökunum Rooney og sakaði Rooney um að hafa dregið nafn hennar niður í svaðið. 

Réttarhöldunum lauk hinn 19. maí síðastliðinn en hefur málið vakið mikla athygli í Bretlandi sem og víðar. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að færslur Rooney á Instagram um Vardy væru í efnislega réttar. 

Hins vegar sagði dómarinn líka að í kjölfarið hafi Vardy þurft að þola mikið persónuníð. 

„Ekkert af því sem frú Vardy hefur verið sökuð um, né nokkuð sem rannsókn okkar hefur leitt í ljós, réttlætir þær grimmdarlegu árásir sem Vardy og fjölskylda hennar hafi orðið fyrir,“ sagði dómarinn

Vardy er eiginkona enska fótboltamannsins JamieVardy en Rooney er eiginkona fyrrverandi fótboltamannsins WayneRooney. Léku þeir meðal annars saman í enska landsliðinu. 

Bæði Rooney og Vardy eru á meðal þekktustu og vinsælustu fótboltafrúnna (e. Wags) í Bretlandi. Þær voru um tíma góðar vinkonur en eftir að Rooney steig opinberlega fram og sakaði Vardy um að leka upplýsingum um fjölskylduna til The Sun slitnaði upp úr vinskap þeirra.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar