Smith biður Rock afsökunar

Will Smith hefur beðið Chris Rock afsökunar fyrir að hafa …
Will Smith hefur beðið Chris Rock afsökunar fyrir að hafa rekið honum löðrung á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári. AFP

Bandaríski leikarinn Will Smith hefur beðið leikarann Chris Rock afsökunar á því að hafa slegið hann á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok mars á þessu ári. Smith gaf út myndband á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann bað Rock afsökunar.

Hann sagðist einnig hafa reynt að hafa samband beint við leikarann, en fengið þau skilaboð að hann væri ekki tilbúinn til að tala við hann. 

Atvikið vakti mikla ahygli á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári, en í beinni útsendingu stormaði Smith upp á svið og löðrungaði Rock eftir að hann sagði brandara um eiginkonu Smiths, Jödu Pinkett Smith. 

Will Smith.
Will Smith. AFP

„Ég vil biðja þig afsökunar, Chris. Hegðun mín var óásættanleg. Ég er tilbúinn til að tala þegar þú ert það,“ sagði Smith í myndbandinu sem hefur aðeins tjáð sig um málið skriflega hingað til. 

Smith bað einnig alla aðra sem voru tilnefndir til Óskarsverðlaunanna afsökunar en Smith vann í flokki leikara í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina King Richard. Hann tók á móti verðlaunum ekki svo löngu eftir að hann hafði rekið Rock löðrunginn. 

Í myndbandinu svarar hann spurningum sem aðdáendur hans sendu honum. Fyrsta spurningin vísar til þess af hverju Smith hafi ekki beðið Rock afsökunar þegar hann tók við verðlaununum. Smith sagðist hafa verið búinn að „sóna út“ á þeim tíma og hreinlega ekki getað það.

Seinna tók hann einnig fram að eiginkona hans hafi ekki beðið hann um að verja hana eftir að Rock gerði grín að henni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar