Love Island-stjarnan Georgia Steel opnaði sig á dögunum um dvöl sína á ástareyjunni, en hún tók þátt í fjórðu seríu raunveruleikaþáttanna árið 2018. Hún segir framleiðendur þáttanna hafa hvatt hana til að klæðast efnislitlum sundfatnaði og vekur um leið athygli á því að öðrum þátttakendum hafi verið bannað að klæðast slíkum sundfötum.
Í samtali við Daily Star segir Steel framleiðendurna hafa hvatt hana til að vera í efnislitlum sundbuxum. Á hinn bóginn var tvíburunum Jess og Eve Gale, sem tóku þátt í sjöttu seríu þáttanna árið 2020 bannað að klæðast slíkum sundfatnaði.
Nýjasta þáttaröð Love Island hefur hlotið mikla gagnrýni og hafa þegar borist á fjórða þúsund kvartana til bresku fjölmiðlanefndarinnar. Kvartanirnar snúa aðallega um framkomu karlkyns keppenda í garð kvenkyns keppenda.