Kevin Hunter, fyrrum eiginmaður sjónvarpskonunnar Wendy Williams segir framleiðendur þátta hennar, Wendy Williams Show ekki hafa haft hagsmuni hennar að leiðarljósi. Hann sakar framleiðendurna um að hafa neitað henni um aðstoð við fíknivanda sínun.
Hunter segir framleiðendur þáttanna ekki hafa viljað að Williams færi í meðferð, því það þýddi að hún yrði tekin úr fjólubláa stólnum sínum um tíma. „Þau sátu á fundi með allri fjölskyldu hennar, þar á meðal móður hennar sem er nú látin, og vildu ekki skrifa undir að hún færi í meðferð sem hefðu hjálpað Wendy að verða hress og verða edrú. Þeir sögðu í rauninni: „Ef þú hættir ekki að drekka muntu missa þáttinn“,“ sagði Hunter í samtali við Page Six.
Williams barðist við eiturlyfja- og áfengisfíkn allan sinn feril. Hún varð edrú um tíma, en síðla árs 2018 féll hún og tók tveggja mánaða hlé frá þættinum, sem að hennar sögn var til þess að meðhöndla Graves sjúkdóminn.
Í september 2021 var Williams lögð inn á sjúkrahús vegna andlegra veikinda. Stuttu áður skildi Williams við Hunter eftir 20 ára hjónaband, en þá hafði hún komist að framhjáhaldi hans. Á sama ári lést móðir hennar, Shirley Williams og því ljóst að árið reyndist sjónvarpskonunni þungbært.