„Þau greiða leikurum ekki eins og áður“

Leikkonan Sydney Sweeney hefur verið að gera það gott í …
Leikkonan Sydney Sweeney hefur verið að gera það gott í Hollywood, en hún hefur komið fram í vinsælum þáttum á borð við Euphoria og The Handmaid's Tale. AFP

Leikkonan Sydney Sweeney segist ekki hafa efni á því að taka sér sex mánaða hlé frá leikaraferlinum. Sweeney var tilnefnd til tveggja Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum Euphoria, en hún segir að velgengni í Hollywood geti kostað sitt, en mánaðarlega þarf hún að greiða fjölda fólks sem vinnur fyrir hana, svo sem lögfræðingum, umboðsmönnum og stílistum fyrir vinnu þeirra. 

„Þeir borga leikurum ekki eins og þeir gerðu áður,“ sagði Sweeney í samtali við The Hollywood Reporter, en hún segir streymisveitur meðal annars valda því að launin séu ekki jafn há. Hún segir það kostnaðasamt að viðhalda útliti sínu, enda sé ekki ódýrt að vera með förðunarfræðing og stílista í Hollywood. Sweeney segir það vera ástæðu þess að hún hafi ákveðið að sitja fyrir í auglýsingum. „Ef ég væri bara að leika myndi ég ekki hafa efni á lífinu mínu í Los Angeles.“

„Ef ég myndi vilja taka mér hálfs árs hlé, þá hefði ég engar tekjur til að standa undir því. Ég hef engan sem styður mig, ég hef engan sem ég get leitað til sem gæti hjálpað mér að borga reikninga mína,“ sagði Sweeney. Það er því ljóst að jafnvel skærustu stjörnur Hollywood standa frammi fyrir fjárhagslegu óöryggi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar