Leikarinn Ashton Kutcher segir frá því að engin hafi viljað vera í kringum hann þegar hann vann að þættinum Punk'd í viðtali við ExtraTv. Þátturinn var í sýningu frá 2003 til 2012. Í þættinum blekkti hann fólk í falinni myndavél.
„Mjög lengi þá vildi enginn hitta mig eða fara með mér eitthvað. Fólk hélt alltaf að ég væri að fara hrekkja það. Það er gaman að eiga vini þannig ég færi ekki aftur í þetta starf,“ segir Kutcher.
Kutcher náði að blekkja stórstjörnur á borð við Justin Bieber, Justin Timberlake og Beyoncé. Hann segir að tímabilið hafi þó verið einmannalegt. Þátturinn var endurvakin 2020 með Chance the Rapper sem nýjum þáttarstjórnanda.
Gerð var íslensk útgáfa af þættinum sem fékk nafnið Tekinn og Auðunn Blöndal var þáttastjórnandi.