Neistinn virðist hafa kviknað á ný milli leikaranna Jason Momoa og Eiza Gonzáles, en þau slitu sambandi sínu í byrjun júní eftir rúman mánuð saman. Parið sást saman í rómantískri mótorhjólaferð þar sem þau rúntuðu um Mailibu, Kaliforníu á Harley Davidson mótorhjóli Momoa.
Parið byrjaði að hittast í febrúar, einungis mánuði eftir skilnað Momoa fyrrum eiginkonu hans til 17 ára, leikkonuna Lisa Bonnet. Í júní sagði heimildarmaður People að sambandsslit Momoa og Gozález væri tilkomið vegna þess að þau væru einfaldlega of ólík til að vera saman, en svo virðist sem þeim hafi snúist hugur síðan.
Öryggið var á oddinum í mótorhjólaferðinni, en fyrir aðeins nokkrum dögum lenti Momoa í árekstri við mótorhjólamann í Kaliforníu, en samkvæmt lögreglu ók ökumaður mótorhjólsins í veg fyrir Momoa sem varð til þess að hann lenti á vinstri hlið bifreiðar Momoa og féll af hjólinu. Momoa slapp vel en ökumaður mótorhjólsins hlaut minniháttar áverka.