Alls kyns eldar í Herjólfsdal

Ástarbál og gamlir neistar kviknuðu að nýju í Herjólfsdal þegar …
Ástarbál og gamlir neistar kviknuðu að nýju í Herjólfsdal þegar langþráð Þjóðhátíð var haldin um helgina. mbl.is/Ari Páll

Langþráð Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var haldin um helgina eftir þriggja ára bið og því má ætla að eftirvæntingin fyrir því að komast í Herjólfsdalinn hafi verið óvenjumikil í ár.

Talið er að um fimmtán þúsund hafi verið komin saman til þess að syngja og hafa gaman þegar sungið var í brekkunni á sunnudeginum. Er erfitt að ímynda sér að svo mikill fjöldi hafi komið saman síðan árið 2019.

Magnús Kjartan Eyjólfsson leiddi brekkusöng í annað skipti en í fyrsta skipti fyrir fullri brekku, en frægt er orðið þegar hann söng fyrir tómri brekku í fyrra eftir að hátíðinni var aflýst með minna en viku fyrirvara.

Myndir segja meira en þúsund orð:

Brekkan þegar dagskráin hófst og Albatross stigu á svið.
Brekkan þegar dagskráin hófst og Albatross stigu á svið. mbl.is/Ari Páll
Sumir létu sér ekki einn drykk nægja.
Sumir létu sér ekki einn drykk nægja. mbl.is/Ari Páll
Mikil stemning var þegar Magnús Kjartan söng fyrir fullri brekku …
Mikil stemning var þegar Magnús Kjartan söng fyrir fullri brekku í fyrsta skiptið. mbl.is/Ari Páll
Klara Elias syngur hér lagið sitt Eyjanótt, þjóðhátíðarlagið í ár.
Klara Elias syngur hér lagið sitt Eyjanótt, þjóðhátíðarlagið í ár. mbl.is/Ari Páll
Þjóðargersemin Herbert Guðmundsson spilaði í fyrsta sinn á Þjóðhátíð.
Þjóðargersemin Herbert Guðmundsson spilaði í fyrsta sinn á Þjóðhátíð. mbl.is/Ari Páll
Menn mættu prúðbúnir og færir í flestan sjó.
Menn mættu prúðbúnir og færir í flestan sjó. mbl.is/Ari Páll
Metfjöldi hvítra tjalda var í ár.
Metfjöldi hvítra tjalda var í ár. mbl.is/Ari Páll
Nikulás Ingi Björnsson og Mirra Kristín Ólafsdóttir.
Nikulás Ingi Björnsson og Mirra Kristín Ólafsdóttir. mbl.is/Ari Páll
Anna Karen Jónsdóttir og Sylvía Martinsdóttir.
Anna Karen Jónsdóttir og Sylvía Martinsdóttir. mbl.is/Ari Páll
Ari Sverrir Magnússon skemmti sér konunglega.
Ari Sverrir Magnússon skemmti sér konunglega. mbl.is/Ari Páll
Birgitta Haukdal tryllti líðinn.
Birgitta Haukdal tryllti líðinn. mbl.is/Ari Páll
Krakkarnir voru hressir.
Krakkarnir voru hressir. mbl.is/Ari Páll
Brekkan var þéttsetin.
Brekkan var þéttsetin. mbl.is/Ari Páll
Teknar voru ófáar sjálfsmyndir um helgina.
Teknar voru ófáar sjálfsmyndir um helgina. mbl.is/Ari Páll
Talið er að um 15 þúsund manns hafi verið í …
Talið er að um 15 þúsund manns hafi verið í brekkunni þegar mest lét. mbl.is/Ari Páll
Blysin voru tendruð á miðnætti.
Blysin voru tendruð á miðnætti. mbl.is/Ari Páll
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir