Hætt við framleiðslu Batgirl

Leslie Grace sem Batgirl.
Leslie Grace sem Batgirl. Ljósmynd/Twitter

Framleiðslufyrirtækið Warner Bros Discovery er hætt við að gefa út kvikmyndina Batgirl. Ráðgert var að kvikmyndin kæmi út eftir aðeins nokkra mánuði. Áætlaður kostnaður við kvikmyndina eru 70 milljónir bandaríkjadala og átti myndin að fara í sýningu í kvikmyndahúsum og á streymisveitunni HBO Max. 

Samkvæmt New York Post var ákveðið að hætta við kvikmyndina eftir að hún fékk slæma dóma í prufusýningum. Segja stjórnendur Warner Bros ákvörðunina þó endurspegla breytingar innan fyrirtækisins. 

Kvikmyndin var tekin upp í heild sinni í Glasgow í Skotlandi. Batgirl byggir á sögu DC Comics um persónuna Barböru Gordon, Batgirl, og fór Leslie Grace með aðalhlutverk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka