Kvikmyndin Bullet Train, sem skartar leikaranum Brad Pitt í aðalhlutverki, hefur ekki fengið góða dóma. Kvikmyndin var frumsýnd í Bretlandi í gær, í Ástralíu í dag og Bandaríkjunum á morgun.
Peter Bradshaw, kvikmyndagagnrýnandi Guardian, hefur myndinni aðeins tvær stjörnur af fimm mögulegum. Hann lýsir myndinni sem undarlega þreytandi og segir hana alls ekki vera fyndna. Hann segir Pitt bjarga myndinni frá að vera algjörlega drepleiðinleg.
Robbie Collin, kvikmyndagagnrýnandi Telegraph, gefur myndinni aðeins eina stjörnu af fimm.
Leikstjóri myndarinnar er David Leitch, en myndin er unnin upp úr japanskri skáldsögu, Maria Bītoru, eftir Kōtarō Isaka.
Bullet Train er komin í kvikmyndahús á Íslandi.