Tískuhönnuðurinn Issey Miyake er látinn

Japanski tískuhönnuðurinn Issey Miyake er látinn.
Japanski tískuhönnuðurinn Issey Miyake er látinn. AFP

Japanski tískuhönnuðurinn Iseey Miyake er látinn 84 ára að aldri. Hann lést af völdum krabbameins í lifur á föstudaginn í síðustu viku og hefur útför hans nú þegar farið fram að því er fram kemur í japönskum fjölmiðlum. 

Miyake var þekktur fyrir einstakan stíl sinn og var af mörgum talinn brautryðjandi í tísku á 20. öldinni en hann hannaði meðal annars svörtu rúllukragapeysuna sem Steve Jobs heitinn var þekktur fyrir að klæðast. Auk þess að hanna föt hannaði hann einnig ilmvötn sem hafa notið mikilla vinsælda og ber þar helst að nefna L'eau d'Issey.

Issey Miyake ásamt Silvíu Svíadrottningu árið 2007.
Issey Miyake ásamt Silvíu Svíadrottningu árið 2007. AFP

Miyake var fæddur í Hiroshima í Japan og var aðeins sjö ára gamall þegar Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á borgina. Í pistli í New York Times árið 2009 skrifaði hönnuðurinn að hann hefði lítið viljað talað um sprengjuna, því hann vildi ekki vera þekktur sem hönnuðurinn sem lifði kjarnorkusprengjuna af. 

Á sjöunda áratug síðustu aldar flutti Miyake til tískuborgarinnar Parísar í Frakklandi og vann þar meðal annars með hönnuðum á borð við Guy Laroche og Hubert de Givenchy. 

Frá tískusýningu Issey Miyake árið 2018.
Frá tískusýningu Issey Miyake árið 2018. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup