Viðbjóðsleg vika með Miller á íslensku hóteli

Ung tónlistarkona sem segist hafa átt í sambandi við Ezra Miller meðan hán dvaldi hér á landi hefur ásakað Miller um að hafa notað sig með andlegu ofbeldi og hafi verið nokkurs konar sértrúar-leiðtogi á Hótel Laugarbakka vorið 2020.

Hún hafi dvalið með Miller á herbergi hótelsins í sex daga sem hafi orðið að einni skelfilegustu viku lífs hennar og valdið henni miklum sálrænum skaða.

Á þessum sex dögum hafi Miller stundað með henni samfarir í þrígang og orðið heltekið af æxlunarfærum konunnar, á borð við leg hennar. Hán hafi sem dæmi oft hrósað henni fyrir að hafa „fullkomið leg“, haldið utan um kvið hennar og reynt að tala við legið með eyrað upp við það.

Reyndi að fá hana til Hollywood

Konan segir í samtali við Insider að vorið 2020, þegar hún var 18 ára gömul, hafi henni verið boðið á Hótel Laugarbakka á Norðurlandi, sem Miller hafði leigt að hluta í þeim tilgangi að taka upp tónlist. Fyrsti dagurinn hafi farið að mestu í að reykja kannabis, fara með vísur og fara í heitan pott saman.

Konan, sem segist hafa verið mjög háð áfengi og fíkniefnum á þeim tíma, hafi endað með að fara í þríleik með Miller og annarri stúlku. Þá hafi Miller boðið henni að vera hjá sér áfram.

Konan lýsir dvölinni sem algjöru áfalli, Miller hafi aðra stundina sagst elska hana og þá næstu sagt hana „fullkomlega viðbjóðslega“. Hán hafi reynt að sannfæra hana til þess að koma með sér til Hollywood, en hún á endanum ákveðið að snúa aftur heim til Reykjavíkur.

Einfaldlega sértrúarhópur

Þegar heim var komið til Reykjavíkur hafi herbergisfélagi hennar, sem grunaði hvað gekk á með Miller, gefið henni leiðarvísi um einkenni sértrúarhópa (e. cult). Hún hafi orðið mjög hrædd, þar sem þær lýsingar hefðu passað fullkomlega við sína upplifun af Miller.

Sem dæmi velji leiðtogar í slíkum hópum sér fórnarlömb, sem þeir einangra og lofi öllu fögru til þess að ná þeim á sitt vald. Sú hafi verið raunin með Miller.

Konan segir að dagarnir sex hafi liðið eins og miklu lengri tími. „Ég man að mér leið svona eins og ég vissi ekki hvernig ég ætti að jafna mig eftir þetta.“

Bætist í sagnabunkann

Miller dvaldi hér í dágóðan tíma meðan fyrsta samkomubanninu stóð, vorið 2020, en árin fyrir faraldurinn hafði hán einnig verið tíður gestur á landinu. Þetta bætist því í safn ásakana á hendur leikarans, sem bæði hefur komið fram í fjölmiðlum áður, auk fleiri mála sem Insider kveðst hafa undir höndunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir