Brotist var inn á heimili söngkonunnar Mariuh Carey í Atlanta í Bandaríkjunum á dögunum. Var söngkonan í fríi á Ítalíu þegar innbrotið átti sér stað, en söngkonan var dugleg að birta myndir af sér úr fríinu. meðan og var hún dugleg að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum.
„Lögreglan hefur staðfest að brotist hafi verið inn en segir að rannsóknin sé enn í gangi og því geta þeir ekki greint frá neinu að svo stöddu,“ sögðu heimildarmenn PageSix. Ekki er enn vitað hvað var tekið af heimilinu.
Carey keypti húsið í nóvember í fyrra á 5,65 milljónir bandaríkjadala eða um 763 milljónir króna. Það eru níu herbergi í húsinu, þrettán baðherbergi, sundlaug og tennisvöllur.