Mæður, óléttar konur, giftar og fráskildar konur mega taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Universe. Nýju reglurnar taka gildi fyrir keppnina sem haldin verður á næsta ári. Miss Universe Iceland greinir frá þessu á Instagram.
Keppendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og mega ekki vera eldri en 27 ára þegar þær taka þátt í keppni í heimalandi sínu.
Þetta telst vera stórt skref þar sem mæður, giftar og fráskildar konur hafa ekki mátt taka þátt í keppninni hingað til.