Óskarsverðlaunahátíðin hefur beðið leikkonuna og aðgerðasinnann Sacheen Littlefeather afsökunar, en hún var „púuð“ af sviði hátíðarinnar fyrir tæpum 50 árum.
Árið 1973 afþakkaði Littlefeather Óskarsverðlaunin, fyrir hönd Marlons Brandos, sem vann til þeirra fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Godfather.
Brando hafnaði verðlaununum til að mótmæla framsetningu frumbyggja í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum og sendi hann Littlefeather í sinn stað.
Talsmenn Óskarsverðlaunahátíðarinnar segir Littlefeather hafa þurft að þola óréttmætt ofbeldi í kjölfar ræðu sinnar.
Að sögn skipuleggjenda var hennar ræða sú fyrsta sem innihélt pólitísk skilaboð en fjöldi verðlaunahafa hefur á síðustu árum notað tækifærið og rætt pólitísk mál.