Freyðivínshlaup var haldið á Reyðarfirði í dag. Austurfrétt segir frá hlaupinu en aðstandendur hlaupsins segjast hafa efnt til eigin viðburðar þar sem þeir eigi erfitt með að sækja slíkan viðburð í Reykjavík.
Allir þátttakendur í hlaupinu þurftu að mæta með 750 millilítra freyðivínsflösku sem var deilt út á drykkjastöðvar á hlaupaleiðinni. Þátttakendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri.
Einu verðlaunin sem veitt eru í hlaupinu eru fyrir frumlegasta drykkjarílátið sem keppendur eiga að koma með sjálfir.
Þátttakendur voru hvattir til að mæta í sumarkjólum þótt leyfilegt hafi verið að vera í hvaða klæðnaði sem er.