Gabríel Ólafs skrifar undir hjá útgáfurisa

Gabríel Ólafsson hefur skrifað undir hjá Universal Music.
Gabríel Ólafsson hefur skrifað undir hjá Universal Music.

Decca Records, sem er í eigu Uni­versal Music Group, hef­ur gert út­gáfu­samn­ing við ís­lenska tón­skáldið Gabrí­el Ólafs. Gabrí­el, sem er 23 ára, er fyrsti Íslend­ing­ur­inn sem gef­ur út verk sín und­ir merkj­um Decca Records en frá ár­inu 1928 hafa þekkt­ustu tón­list­ar­menn sög­unn­ar á sviði klass­ískr­ar tón­list­ar og djass gefið út plöt­ur sín­ar á veg­um þess.

Fyrsta plata Gabrí­els Ab­sent Minded hef­ur verið spiluð yfir 50 millj­ón sinn­um á streym­isveit­um en önn­ur plata hans Solon Island­us, sem er inn­blás­in af skrif­um Davíðs Stef­áns­son­ar frá Fagra­skógi, kom ný­verið út og hef­ur fengið góðar viðtök­ur.

„Það kom mér á óvart að alþjóðlegt fyr­ir­tæki eins og­Uni­versal, sem er í yfir 60 lönd­um, hafi sýnt verk­efn­inu svona mik­inn áhuga vegna þess að það eru auðvitað fáir sem skilja ís­lensku. Á sama tíma finnst mér gam­an að ís­lensk­ur bók­mennta­arf­ur fái að njóta sín á alþjóðleg­um vett­vangi í gegn­um tón­list­ina mína,“ seg­ir Gabrí­el Ólafs.

Tón­list­in á Solon Island­us er án söngs en í lög­un­um má heyra hljóðbrot af ljóðaupp­lestri úr verk­um Davíðs sem flutt eru af Arn­ari Jóns­syni og Helgu Jóns­dótt­ur.

„For­eldr­ar mín­ir eru mikl­ir ljóðaunn­end­ur og pabbi las oft fyr­ir mig ljóð Davíðs þegar ég var lít­ill, þá sér­stak­lega ljóðabók­ina Svart­ar Fjaðrir og þykir mér vænt um hana. Árið 2019 átti hún 100 ára af­mæli og ég hóf að semja tónlist í sam­tali við rit­verkið, sem leiddi mig yfir í fleiri ljóðasöfn hans og skáld­sög­una Sólon Island­us. Mér þótti skemmti­leg til­vilj­un að Davíð hafi verið á mín­um aldri þegar ljóðasafnið hans var gefið út árið 1919,“ seg­ir Gabrí­el.

Tón­skáldið hljóðritaði plöt­una í Hörpu í sam­starfi við ný­stofnaða fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Reykja­vík Record­ing Orchestra. „Sal­ir Hörpu hafa óaðfinn­an­leg­an, heimsklassa hljóm,“ seg­ir Gabrí­el. Á plöt­unni má heyra verk fyr­ir pí­anó, strengja­sveit og kór.

Samn­ing­ur Gabrí­els kveður á um út­gáfu fleiri tón­verka sem koma út á næstu árum, en sjálf­ur seg­ist hann hafa mest­an áhuga á að semja tónlist fyr­ir kvik­mynd­ir, sjón­varpsþætti, tölvu­leiki og sviðið. „Skemmti­leg­ast þykir mér að taka að mér fjöl­breytt verk­efni þar sem ég get verið hluti af list­rænni heild,“ seg­ir Gabrí­el.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þegar allt gengur þér í haginn sem þú skalt hugsa til vina þinna sem hafa staðið með þér í gegnum þykkt og þunnt. Láttu reyna á mörk hæfileika þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Col­leen Hoo­ver
3
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
4
Sofie Sar­en­brant
5
Tove Al­ster­dal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þegar allt gengur þér í haginn sem þú skalt hugsa til vina þinna sem hafa staðið með þér í gegnum þykkt og þunnt. Láttu reyna á mörk hæfileika þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Col­leen Hoo­ver
3
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
4
Sofie Sar­en­brant
5
Tove Al­ster­dal