Gæti átt yfir höfði sér níu ára fangelsi

A$AP Rocky á yfir höfði sér níu ár í fangelsi …
A$AP Rocky á yfir höfði sér níu ár í fangelsi verði hann fundinn sekur. AFP

Rapp­ar­inn A$AP Rocky hef­ur verið ákærður fyr­ir lík­ams­árás með skot­vopni í tengsl­um við skotárás í Hollywood í Banda­ríkj­un­um á síðasta ári.

Rapp­ar­an­um er gert að sök að hafa miðað hálf­sjálf­virku árás­ar­vopni að fyrr­um vini sín­um í rifr­ildi í nóv­em­ber. Þá er hann sakaður um að hafa skotið tvisvar sinn­um í átt að mann­in­um sem hlaut minni­hátt­ar áverka. 

Hann gæti átt yfir höfði sér níu ára fang­elsi verði hann fund­inn sek­ur. 

A$AP Rocky er vin­sæll tón­list­armaður og hafa tvær plöt­ur eft­ir hann ratað efst á topp­lista í Banda­ríkj­un­um. Hann er 33 ára að aldri og er í sam­bandi með tón­list­ar­kon­unni Ri­hönnu, en þau eignuðust sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári. 

Rapp­ar­inn á að mæta fyr­ir dóm­ara á morg­un, miðviku­dag. 

Geor­ge Gascón, sak­sókn­ari í Los Ang­eles, sagði í til­kynn­ingu að það væri al­var­leg­ur glæp­ur að hleypa af byssu í al­manna­rými og það hefði getað endað illa. 

Fyrst var greint frá því að A$AP Rocky tengd­ist skotárás­inni í apríl á þessu ári, þegar hann var hand­tek­inn á alþjóðaflug­vell­in­um í Los Ang­eles eft­ir að hann hafði verið í fríi á Barbados með Ri­hönnu. 

Hann var í gæslu­v­arðhaldi í þrjár klukku­stund­ir en var sleppt gegn trygg­ingu. Við hús­leit á heim­ili hans fannst fjöldi skot­vopna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Það hefur lítið upp á sig að bíða þess að aðrir hlaupi undir bagga með þér. Ef þú slakar aðeins á eru miklu meiri líkur á að þú dettir niður á lausnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Col­leen Hoo­ver
3
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
4
Sofie Sar­en­brant
5
Tove Al­ster­dal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Það hefur lítið upp á sig að bíða þess að aðrir hlaupi undir bagga með þér. Ef þú slakar aðeins á eru miklu meiri líkur á að þú dettir niður á lausnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Col­leen Hoo­ver
3
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
4
Sofie Sar­en­brant
5
Tove Al­ster­dal