Hjónin Ben Affleck og Jennifer Lopez munu halda þriggja daga brúðkaup um næstu helgi. Hjónin giftu sig í lítilli athöfn í Las Vegas í Bandaríkjunum fyrir rúmum mánuði síðan.
Veislan hefst með kvöldverði fyrir gesti á föstudag, athöfnin fer svo fram á laugardag og á sunnudag verður grillveisla og lautarferð með gestum. Veisluhöldin fara fram á búgarði í eigu Affleck sem er í Riceboro í Georgíuríki.
Samkvæmt heimildum Page Six er búist við því að Lopez verði í sérhönnuðum Ralph Lauren kjól sem saumaður var á Ítalíu. Bandaríska tímaritið Vouge mun fylgja hjónunum eftir um helgina og festa viðburðinn á filmu. „Ég vil að það snúist allt um Jennifer, öll athyglin á að vera á henni fyrir stóra daginn,“ sagði Affleck.
Colin Cowie er viðburðastjóri veislunnar en þjónusta hans kostar á bilinu 25 þúsund bandaríkjadali til 25 milljónir. Hann hefur séð um marga stóra viðburði fyrir fræga fólkið meðal annars Opruh Winfrey, Micheal Jordan og hann hefur áður starfað fyrir Lopez.