Tónlistarkonan Demi Lovato er komin á fast. Sá heppni er tónlistarmaðurinn Jutes, en myndir náðust af parinu á rómantísku stefnumóti í New York í Bandaríkjunum.
Heimildarmaður People segir samband parsins vera „virkilega hamingjusamt og heilbrigt.“ Lovato er um þessar mundir að kynna væntanlega stúdíóplötu sína Holy Fvck sem er áttunda plata söngkonunnar. Jutes er söngvari og lagahöfundur frá Kanada, en hann er skráður sem einn af meðhöfundum lagsins Substance á plötunni.
Jutes gaf söngkonunni sviðsljósið á Instagram reikningi sínum í vikunni þar sem hann deildi myndskeiði af söngatriði hennar. Við myndina skrifaði hann að Lovato væri með bestu röddina í bransanum og væri hrikalega kynþokkafull í þokkabót.