Hættur að mæta vegna kvíðans

Jonah Hill var ekki hrifinn af því að gert væri …
Jonah Hill var ekki hrifinn af því að gert væri grín að honum. AFP

Bandaríski leikarinn Jonah Hill eyddi Instagram-reikningum sínum og greindi frá því að hann muni ekki mæta á fjölmiðla tengda viðburði lengur. Hann hefur verið að glíma við mikinn kvíða og kvíðaköst í 20 ár. 

„Ég er búinn að átta mig á því að ég er búinn að upplifa kvíðaköst í 20 ár sem hafa versnað við það að hitta fjölmiðla og vera áberandi á viðburðum. Ég hef gert mig veikari með því að mæta og stuðla að þessari athygli. Ég ætla að hætta að gera það. Það er ekki rétt fyrir mig eða þær myndir sem ég leik í. Ég vona að það að ég sé að opna mig fái annað fólk til að tala um þeirra líðan og sætta sig við að það er allt í lagi að gera ekki allt,“ skrifaði hann í tilkynningu sem hann sendi á Deadline.

Hann mætti síðast á rauða dregilinn á frumsýningu Netflix myndarinnar Don't Look Up í desember 2021. Það er að koma út heimildarmynd með nafninu Stutz þar sem Hill opnar sig um andleg veikindi sín.

Jonah Hill og Sarah Brady á frumsýningunni í desember.
Jonah Hill og Sarah Brady á frumsýningunni í desember. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup