Sigur Rós hefur aflýst fyrirhuguðum tónleikum sínum í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, í kvöld.
„Við erum allir hérna eftir að hafa komið frá Singapúr í gærkvöldi en því miður, vegna þess að flugi var frestað, er búnaðurinn okkar ekki kominn til Seúl og mun ekki koma í tæka tíð,“ segir í tilkynningu frá hljómsveitinni.
Fram kemur að ekki sé hægt að finna nýja dagsetningu fyrir tónleikana í Seúl vegna yfirstandandi tónleikaferðar sveitarinnar um Asíu.
„Við reynum að koma aftur til Kóreu eins fljótt og við getum. Við erum allir virkilega vonsviknir og okkur þykir þetta afar leitt.“