Sigur Rós aflýsir tónleikum í Seúl

Sigur Rós á tónleikum á Iceland Airwaves árið 2012.
Sigur Rós á tónleikum á Iceland Airwaves árið 2012. mbl.is/Styrmir Kári

Sigur Rós hefur aflýst fyrirhuguðum tónleikum sínum í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, í kvöld.

„Við erum allir hérna eftir að hafa komið frá Singapúr í gærkvöldi en því miður, vegna þess að flugi var frestað, er búnaðurinn okkar ekki kominn til Seúl og mun ekki koma í tæka tíð,“ segir í tilkynningu frá hljómsveitinni.

Fram kemur að ekki sé hægt að finna nýja dagsetningu fyrir tónleikana í Seúl vegna yfirstandandi tónleikaferðar sveitarinnar um Asíu.

„Við reynum að koma aftur til Kóreu eins fljótt og við getum. Við erum allir virkilega vonsviknir og okkur þykir þetta afar leitt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup