Menningarnótt fer fram í dag. Það er mikið um að vera um alla borg, fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa og opin hús víða um bæinn. Götubitinn verður á sínum stað í Miðbakkanum og þar verða yfir 20 söluaðilar. List og gleði verður allsráðandi og allir ættu að geta fundið sér eitthvað til dundurs.
Það er frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu yfir Menningarnótt milli kl. 07:30-01:00. Fólk er hvatt til þess að nýta sér þann ferðamáta. Það verða margar götur lokaðar vegna Reykjarvíkurmaraþonsins og erfitt að komast á milli staða á einkabílum.
Þessir viðburðir verða meðal annars á dagskrá Menningarnætur:
Víkingaleikar í Þjóðminjasafninu (11:00 - 17:00)
Víkingafélagið Rimmugýgur slær upp tjaldbúðum og eftir til leiks. Í tjöldum iðkar handverksfólk iðn sín með aðgerðum víkingaaldar.
Frír ís og blöðrur fyrir börnin (13:00 - 22:00)
Ommnomm býður alla velkomna að Hólmaslóð 4.
Danskennsla á Ingólfstorgi (13:30 - 15:00)
Salsa Iceland býður upp á opið dansgólf og kennslu á Ingólfstorgi.
Svanavatnið - Hörputorg (14:30 - 14:45)
Ballettgjörningur í boði dansara Forward Youth Company. Áhorfendur geta tekið þátt.
Spunamaraþon Þjóleikhúskjallarinn (15:00 - 22:00)
Improv Ísland heldur fjórtán spunasýningar í röð.
Karnival á Klappastíg (15:00 - 23:00)
Nova og Dj Margeir munu sjá um Karnival þar sem gestir upplifa gleði í ævintýraheim þar sem heilun og tónlist sameinast. Ótal listamenn koma fram og þetta er upplifun fyrir alla aldurshópa.
Sjálfbær tískusýning (16:00 - 16:30)
Tískusýning fyrir utan Mjúk Iceland, þar sem íslensk hönnun út íslenskum hráefnum verður sýnd.
Menningarnæturtónleikar X977 í Kolaportinu (18:00 - 23:00)
Fram koma listamenn á borð við Emmsjé Gauta, Herra Hnetusmjör og Sólstafir ásamt fleirum.
Tónaflóð Rásar 2 á Arnarhóli (19:45 - 23:15)
Tónlistarveisla Rásar 2, fjölmargir listamenn koma fram. BRÍET, KK Band, Unnsteinn, Gusgus og fleiri munu sjá til þess að áhorfendur njóti góðra tóna á Arnarhóli. Tónaflóðinu lýkur með glæsilegri flugeldasýningu.
Flugeldasýning (23:00 - 23:15)
Það er hægt að kynna sér dagskrá menningar nætur nánar hér.