Ekki ákærður fyrir að kýla aðdáanda

Kanye West.
Kanye West. AFP

Tónlistarmaðurinn Kanye West verður ekki ákærður fyrir atvik sem átti sér stað í byrjun árs þegar West er sagður hafa kýlt aðdáanda sem bað hann ítrekað um eiginhandaráritun. 

Lögmaður Wests í málinu, Michael Goldstein, kvaðst ánægður með niðurstöðu lögregluyfirvalda eftir því sem fram kemur á vefmiðlinum PageSix. Sagði Goldstein niðurstöðuna sanna sakleysi Wests.

Ógn við friðhelgi einkalífs

„Við gleðjumst yfir þessari ákvörðun. Hún staðfestir það að skjólstæðingur minn hafi ekki gert neitt rangt,“ er haft eftir Goldstein sem rakti málsatvik með þeim hætti að umræddur aðdáandi hafi brotið á friðhelgi einkalífs Wests.

„Þessi einstaklingur fylgdi skjólstæðingi mínum á þrjá mismunandi staði og beið að lokum eftir honum á hóteli hans um miðja nótt. Hann fór inn á hans persónulega rými í hvívetna sem er algerlega óviðunandi,“ sagði Goldstein. 

West hefur sætt rannsókn vegna líkamsárásar síðustu misseri eftir að til átaka kom á milli hans og aðdáandans sem náðust á myndband.

Talsmaður lögreglunnar í Los Angeles staðfesti á dögunum að West verði ekki ákærður fyrir líkamsárás og að ekki verði frekar aðhafst í málinu. Lögreglan telji það upplýst. 

Kanye West hefur ekki tjáð sig um málið enn sem komið er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup