Hlýtur tilnefningu stuttu eftir andlátið

Hjónin Kelsey og Tom.
Hjónin Kelsey og Tom. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Tom Parker, sem lést úr krabbameini fyrr á árinu, hlýtur tilnefningu til bresku sjónvarpsverðlaunanna aðeins fimm mánuðum eftir að hann lést. Heimildarmyndin Inside My Head, sem fjallar um líf Parkers og fjölskyldu eftir að hann greindist með krabbamein, hefur nú verið tilnefnd í flokki heimildarmynda á NTA-verðlaunahátíðinni (National Television Awards). Verðlaunahátíðin fer fram hinn 15. september næstkomandi.

Hálfu ári fyrir andlát Parkers stóð hann fyrir góðgerðartónleikum til styrktar rannsóknum á krabbameini. Tónleikarnir fóru fram í Royal Albert Hall í Lundúnum í september 2021 þar sem einvala lið tónlistarfólks steig á svið og lét gott af sér leiða.

Sjónvarpsstöðin Channel 4 fylgdi Parker og fjölskyldu hans hvert fótmál við undirbúning tónleikanna í kjölfar sjúkdómsgreiningar Parkers. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá.

Árið 2020 greindist Parker með æxli í heila sem hann barðist hetjulega við til síðasta dags. Hann lést aðeins 33 ára að aldri þann 30. mars, síðastliðinn, og lætur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn. Að öllum líkindum mun ekkja Parkers, Kelsey Parker, mæta á hátíðina til virðingar við látinn eiginmann sinn og það gjöfula starf sem hann vann í þágu góðra málefna til rannsókna á krabbameini.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup