Ian McKellen lenti í grófum símahrekk

Ian Mckellen.
Ian Mckellen.

„Ég er ekki stjórnmálamaður og því kom það flatt upp á mig fyrir nokkrum vikum þegar mér bárust skilaboð sem virtust koma frá sendiráði Úkraínu í London,“ skrifaði breski leikarinn Ian McKellen á Facebook-síðu sína nú fyrir stundu.

Greinir McKellen frá því að „sendiráðið“ hafi boðið honum að eiga einkasamtal við Volódimír Selenskí Úkraínuforseta. „Ég ráðfærði mig við tvo sem ég þekki í Úkraínu og þeir hvöttu mig til að taka símtalið,“ segist leikaranum frá.

Rússneskir skemmtikraftar

Þegar umsaminn tími símtalsins rann upp vissi McKellen ekki betur en að hann væri í samræðum við forsetann. „Bráðlega kom þó í ljós að þarna var ekki um Selenskí að ræða né nokkurn annan úkraínskan embættismann, heldur annan tveggja Rússa sem kalla sig skemmtikrafta. Mér skilst að þeir njóti vinsælda í Rússlandi sem kemur mér á óvart því brandararnir þeirra eru ekkert fyndnir,“ skrifar hann.

Kveðst McKellen hafa leikið með í símtalinu í fyrstu en þó hafi það komið honum mjög á óvart að viðmælandinn virtist telja að hann væri í stakk búinn til að veita Úkraínumönnum þýðingarmikla aðstoð. „Þegar ég áttaði mig á því að þarna væri ekki um annað en grófan hrekk að ræða neitaði ég að taka þátt í þessu lengur,“ skrifar McKellen að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup