Andrés prins er sagður vera afar örvæntingarfullur og þráir ekkert heitar en að sinna aftur sínu konunglega starfi.
Prinsinn þurfti að segja sig frá öllum sínum konunglegum skyldum árið 2019 eftir að upp komust tengsl hans við mansalsníðinginn Jeffrey Epstein. Prinsinn var síðan sviptur titlum sínum í janúar á þessu ári.
Síðan þá hefur prinsinn haldið sig til hlés að mestu. Hann hefur ekkert sést á opinberum viðburðum ef frá er talin jarðaför föður hans og minningarathöfn.
Heimildir herma að Andrés sé staðráðinn í að koma aftur til starfa en hvorki Karl Bretaprins né Vilhjálmur vilji það. Þeir vilja ekki að hann komi fram fyrir hönd krúnunnar eftir hneykslið sem hann olli. Andrés á í stífum viðræðum við móður sína, Elísabetu II og varði þremur dögum með henni í sumar í Balmoral-kastalanum.
„Hann er 62 ára gamall og veit að hann getur ekki varið það sem eftir er lífi sínu að hanga í Windsor og fara út að ganga með hundana. Hann þarf að finna út úr því hvað hann getur gert við tímann sinn,“ segir heimildarmaður.
Andrés prins veit að hann brást drottningunni illilega en hann heldur því samt fram að hann sé saklaus og hafi ekki verið sakfelldur um neinn glæp. Þess vegna reynir hann að leita allra leiða til að koma aftur til starfa. Hann vonast til þess að drottningin geti talað máli hans við þá Karl og Vilhjálm.