Byrjaði að misnota ópíóða 13 ára

Bandaríska söngkonan Demi Lovato.
Bandaríska söngkonan Demi Lovato. AFP

Söngkonan Demi Lovato minnist þess að hafa byrjað að misnota ópíóðalyf, sem hún fékk uppáskrifað eftir bílsslys, þegar hún var aðeins tólf eða þrettán ára gömul. Lovato hefur glímt við fíkn allt sitt líf og var hætt komin árið 2018 eftir að hafa tekið of stóran skammt. 

Lovato ræddi meðal annars um fíknina í hlaðvarpinu Call Her Daddy á dögunum.

„Ég byrjaði að prófa mig áfram þegar ég var tólf eða þrettán. Ég lenti í bílslysi og það var skrifað upp á ópíóðaverkjalyf handa mér,“ sagði Lovato. Hún segir móður hennar ekki hafa áttað sig á því að hún þyrfti að læsa verkjalyfin inni í skáp fyrir 13 ára barni. 

„Ég var byrjuð að drekka á þessum tíma. Ég var lögð í einelti og var reyna að flýja það,“ sagði Lovato. Eftir að hafa komist að því að Lovato tók lyfin án hennar vitundar læsti hún þau inni í skáp. 

Lovato segir ópíóðana hafa verið eitt en drykkjuna annað. Hún hafi drukkið mikið á unglingsárunum og meðal annars stolið bjór af stjúppabba sínum. Hún tók fyrsta sopann af áfengi þegar hún var alein. „Það hefði átt að vera fyrsta merkið um að eitthvað væri að,“ sagði Lovato. 

Úr áfenginu fór hún í fíkniefnin og var orðin háð kókaíni þegar hún var 17 ára og fór í meðferð stuttu eftir að hún varð 18 ára. Við tók fjöldi meðferða. Sumarið 2018 var hún hætt komin eftir ofskömmtun og fékk heilablóðfall og hjartaáfall. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir