Breskir álitsgjafar fara hörðum orðum um nýjasta útspil Meghan Markle, hlaðvarpið Archetypes. Hillary Rose pistlahöfundur The Times lætur ekki sitt eftir liggja:
„Ég hefði átt að kýla mig meðvitundarlausa með bókinni Finding Freedom en í staðinn hlustaði ég á hlaðvarpsþáttinn hennar Meghan Markle í 57 mínútur og 28 sekúndur,“ segir Rose.
„Þetta útspil hennar hafði lengi legið í loftinu og þetta var biðarinnar virði en af röngum ástæðum! Hún andar mikið og hlær í hálfum hljóðum, aðallega þegar einhver hrósar henni fyrir að vera æðisleg og hvetjandi fyrirmynd.“
„Í þættinum lofar Meghan að tala við klárasta og sterkasta fólk sem hún þekkir en útkoman er algjör ringulreið. Þátturinn er vart hálfnaður þegar fer hún að gagnrýna konungsfjölskylduna þar sem hún segist aldrei hafa trúað að það að vera metnaðargjarn gæti talist neikvætt fyrr en hún kynntist Harry prins.“
„Þá er hún enn að kvarta yfir Afríkuferðalaginu þremur árum síðar. Nú er það ný saga um hvernig eldur kviknaði í herbergi sem Archie átti að sofa í. Hann var ekki inni í herberginu og allir voru ómeiddir. Hún þurfti samt að halda áfram að sinna sínum skyldum. Ef það er ekki besta lýsingin á skyldum konungborinna þá veit ég ekki hvað.“
„Í spjalli sínu við Serenu Williams segist hún hafa fyrst áttað sig á hversu frábær hún væri þegar hún var 11 ára gömul. Hún sá mjög andfemíníska auglýsingu um uppþvottalög og sendi fyrirtækinu kvörtunarbréf. Þremur mánuðum síðar var auglýsingunni skipt út. Þetta var henni að þakka. Þetta er hennar sannleikur. Auglýsingin breytti því hvernig hún sá heiminn og hennar stað í honum,“ segir Rose sem enn fremur bendir á hversu öfugsnúið það er að Meghan skuli aðallega skilgreina sig sem eiginkonu prinsins og í lok þáttarins titlar hún sig aðeins sem Meghan hertogynju af Sussex.
Þá er Harry prins fenginn til að taka þátt í spjallinu við Serenu og mælist það ekki vel fyrir.
„Algjör aulahrollur færist yfir mann þegar Harry prins birtist allt í einu í viðtalinu og hrósar Serenu Williams fyrir hárgreiðslu sína. I like what you´ve done with your hair! That´s a great vibe! sagði Harry.“
„Hlaðvarpsþátturinn er afar sjálfhverfur og ómarkviss. Og í næstu viku mun hún spjalla við Mariuh Carey. Skjóttu mig núna!“ segir Hillary Rose hjá The Times.