„Verkefnavalið í vetur ber þess merki að leikhúsið er sameinandi afl,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri um komandi leikár.
„Annað meginleiðarstef leikársins er löngun okkar til að takast á við margar þeirra stóru spurninga sem hafa verið ofarlega í umræðunni í samfélaginu síðustu misseri,“ segir Magnús Geir og bendir á að Þjóðleikhúsið taki á eldfimum málum þegar það heimsfrumsýni þríleik eftir Marius von Mayenburg. Fyrstu tvö verkin, Ellen B. sem frumsýnt er um jólin og Ex sem frumsýnt er í febrúar, leikstýri Benedict Andrews, en Mayenburg leikstýrir þriðja verkinu, Alveg sama, haustið 2023.
Í viðtali Silju Bjarkar Huldudóttur við Magnús Geir sem birtist á menningarsíðum í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag, kynnir þjóðleikhússtjórinn komandi leikár þar sem íslensk ný verk í bland við samstarf við erlend leikhús eru áberandi.