Stundaði ekki kynlíf í hálft ár

Breski leikarinn Andrew Garfield stundaði ekki kynlíf í hálft ár …
Breski leikarinn Andrew Garfield stundaði ekki kynlíf í hálft ár fyrir kvikmyndina Silence. AFP

Breski leikarinn Andrew Garfield stundaði föstur og neitaði sér um kynlíf í nokkra mánuði á meðan hann var að undirbúa sig fyrir hlutverk prests í Jesúítareglunni í kvikmyndinni Silence sem kom út árið 2016. 

„Maður endar á ansi djúpum stað. Svona ferli breytir manni. Ég stundaði ekki kynlíf í sex mánuði og ég fastaði mikið. Það var ansi klikkuð upplifun að neita mér um kynlíf og mat,“ sagði leikarinn í hlaðvarpinu WTF with Marc Maron. 

Garfield var gestur Maron vegna nýrra þátta, Under the Banner of Heaven, þar sem hann fer með hlutverk rannsóknarlögreglu sem rannsakar morð innan mormónasamfélagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup