Aron Mola og Sigrún Ósk kynnar í Idol

Aron Már Ólafsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir verða kynnar Idolsins.
Aron Már Ólafsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir verða kynnar Idolsins.

Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, og fjölmiðlakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir verða kynnar Idol-stjörnuleitar sem hefur göngu sína á Stöð 2 í haust. 

Nú á dögunum kláruðust áheyrnaprufur með framleiðendum og hefur verið lokað fyrir skráningar. Þau Sigrún og Aron segjast bæði vera ákaflega spennt fyrir þáttunum. 

„Ég hlakka mjög mikið til að fá að taka þátt í þessu Idoö ævintýri enda aðdáandi þáttanna til margra ára. Það er eitthvað við það að uppgötva nýtt hæfileikafólk og sjá það stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu með öllum þeim taugatitringi sem því fylgir,“ segir Sigrún Ósk.

„Ég held að þetta teymi geti ekki klikkað. Ef það gerist býst ég fastlega við því að það verði þá ég. Ég er mjög spenntur fyrir þessu tækifæri og hlakka til að halda á þessu stóra hjarta með öllum þeim sem munu taka þátt,“segir Aron. 

Dómarar Idol eru þau Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst, Bríet og Herra Hnetusmjör.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka