Aron Mola og Sigrún Ósk kynnar í Idol

Aron Már Ólafsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir verða kynnar Idolsins.
Aron Már Ólafsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir verða kynnar Idolsins.

Leik­ar­inn Aron Már Ólafs­son, bet­ur þekkt­ur sem Aron Mola, og fjöl­miðlakon­an Sigrún Ósk Kristjáns­dótt­ir verða kynn­ar Idol-stjörnu­leit­ar sem hef­ur göngu sína á Stöð 2 í haust. 

Nú á dög­un­um kláruðust áheyrnapruf­ur með fram­leiðend­um og hef­ur verið lokað fyr­ir skrán­ing­ar. Þau Sigrún og Aron segj­ast bæði vera ákaf­lega spennt fyr­ir þátt­un­um. 

„Ég hlakka mjög mikið til að fá að taka þátt í þessu Idoö æv­in­týri enda aðdá­andi þátt­anna til margra ára. Það er eitt­hvað við það að upp­götva nýtt hæfi­leika­fólk og sjá það stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu með öll­um þeim tauga­titr­ingi sem því fylg­ir,“ seg­ir Sigrún Ósk.

„Ég held að þetta teymi geti ekki klikkað. Ef það ger­ist býst ég fast­lega við því að það verði þá ég. Ég er mjög spennt­ur fyr­ir þessu tæki­færi og hlakka til að halda á þessu stóra hjarta með öll­um þeim sem munu taka þátt,“seg­ir Aron. 

Dóm­ar­ar Idol eru þau Birgitta Hauk­dal, Daní­el Ágúst, Bríet og Herra Hnetu­smjör.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. Ekki velja að vinna bara og eiga ekkert einkalíf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka