Enn berast fregnir af því að lífið á Playboy setrinu hafi verið allt annað en dans á rósum. Fyrrum kærustur Hugh Hefners, Holly Madison og Bridget Marquardt, segja frá reynslu sinni í nýjum hlaðvarpsþætti Girls Next Level.
Madison lýsir fyrsta kvöldi sínu á setrinu sem taugastrekkjandi kvöldi.
„Ég varð bara mjög drukkin, fór upp og einhver lét renna í bað. Allir áttu að fara í bað, en enginn gerði það í raun og veru. Kannski bara ég og ein önnur. Ég man að ég dýfði fótunum í baðið og það var mjög þægilegt eftir langa nótt á háum hælum. Þær sem áttu heima þarna voru orðnir svo vanar að þær vildu bara ljúka þessu af sem fyrst. Enginn nennti að eyða tíma sínum í einhverja baðferð,“ sagði Madison.
„Ég fer að rúminu og önnur ný stelpa liggur þarna. Það eru titrarar þarna fyrir alla. Ég hafði aldrei notað titrara á ævi minni. Ég man bara að ég lagðist niður og allir voru þarna. Svo kallar ein „pabbi!“, en allir áttu að kalla hann pabba inni í svefnherberginu. Mér verður flökurt við tilhugsunina. Þetta var svo ógeðslegt. Áður en ég vissi af var hann ofan á mér.“
„Eftir á varð ég að taka ákvörðun um að fara eða flytja inn. Ég hafði lagt of mikið á mig til að fara. Ég varð að verða ein af kærustunum.“
„Fólk spyr mig oft, afhverju fórstu ekki bara ef þér líkaði þetta ekki? En fólk verður að skilja að ef ég hefði farið þá hefði ég endað á götunni. Ég átti ekki í nein hús að venda. Svo var ég nú þegar búin að stunda kynlíf með honum og það er fyrir mér stórmál. Allir myndu vita að ég hefði stundað með honum tilviljanakennt kynlíf. Ég þurfti að verða kærasta hans.“
Madison segir að þetta fyrsta kvöld hafi haft djúpstæð áhrif á hana.
„Ég held að þessi reynsla hafi verið mér mikið áfall. Margir myndu segja að ég hafi mátt vita hvað væri í vændum en ég hélt að ég fengi tækifæri til að vega og meta aðstæður betur. Sjá hvað væri í gangi áður en ég þyrfti að gera eitthvað. Ég hélt aldrei að ég yrði fyrst og að þetta myndi gerast svona hratt. Mér leið ömurlega og fannst ég vera notuð.“
Bridget Marquardt lýsir svipaðri reynslu af sínu fyrsta kvöldi. „Þetta var eins og færiband. Maður vissi að þetta myndi bara taka hámark mínútu og allir vildu bara ljúka þessu af sem fyrst. Mér fannst þetta frekar subbulegt og fólk ekki að nota verjur. Þess vegna vildi ég vera fyrst til þess að draga úr smithættu. Mér fannst það hreinlegast.“