Raunveruleikastjarnan Scott Disick og Kimberly Stewart virðast vera komin í samband. Parið sást leiðast tvisvar sinnum í þessari viku. Fóru þau meðal annars saman út að borða í Santa Monica á sunnudag til að fagna afmæli hennar.
Samkvæmt heimildarmönnum Us Weekly eru þau búin að vera hittast í nokkra mánuði og virðast hugfangin hvort af öðru. Þau hafa þó ekki opinberað að þau séu í sambandi. Stewart er dóttir tónlistarmannsins Rod Stewart.
Disick hefur verið í raunveruleikaþáttunum Keeping Up With The Kardashians, en hann var í sambandi með Kourtney Kardashian og eiga þau saman þrjú börn.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir birtast um þau en 2015 voru sögu sagnir um að þau væru að hittast. Stewart þver neitaði fyrir að þær væru sannar en þær voru á kreiki aðeins tveimur mánuðum eftir að Kardashian og Disick hættu saman.