Gagnrýnd en samt á toppnum

Þáttur Meghan hertogaynju hefur notið mikilla vinsælda.
Þáttur Meghan hertogaynju hefur notið mikilla vinsælda. AFP

Hlaðvarpsþátturinn Archetypes, í stjórn Meghan hertogaynju af Sussex, var vinsælasti hlaðvarpsþátturinn á Spotify í Bandaríkjunum í gær. Náði hún þeim merka áfanga að vera vinsælli en þáttur Joes Rogan sem setið hefur á toppnum um langa hríð. 

Þátturinn hefur verið gagnrýndur harðlega og í Bretlandi var Meghan sérstaklega gagnrýnd. Meghan er gift Harry Bretaprins. 

Í þættinum spjallaði Meghan við tennisstjörnuna Serenu Williams og stefnir á að tala við fleiri konur á næstu vikum. 

Þátturinn var ekki bara sá vinsælasti á streymisveitunni í bandaríkjunum heldur líka í Ástralíu, Kanada, Írlandi og Bretlandi. Þátturinn kemst ekki á topplistann á Íslandi þar sem Vera Illugadóttir ræður ríkjum með þátt sinn Í ljósi sögunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup