Pussy Riot til landsins í nóvember

Maria (Masha) Alyokhina (til vinstri) og Olga Borisova í rússnesku …
Maria (Masha) Alyokhina (til vinstri) og Olga Borisova í rússnesku feminísku punk-hljómsveitinni Pussy Riot. AFP

Rússneski listahópurinn Pussy Riot er á leið til landsins í nóvember á þessu ári. Verður hópurinn með leiksýningu, listgjörning og tónleika í Þjóðleikhúsinu.

Sýningin er skipulög í samhengi við fyrstu yfirlitssýningu Pussy Riot sem opnar í Kling & Bang í sama mánuði. 

Sýningin var að hluta til æfð og þróuð í Þjóðleikhúsinu nú á vordögum rétt eftir að Masha Alyokhina forsprakki hópsins kom sér hingað undan klóm rússnesks óréttlætis.

„Ef einhverjir listamenn hafa gefið allt fyrir listina þá eru það þessir töffarar. Þungamiðjan í sýningunni er saga Möshu og lýsing hennar á helvítinu sem Rússland Pútins er. Glerhörð kvöldstund sem kýlir beint í magann og á sér í alvöru talað engan sinn líka,“ segir Ragnar Kjartansson um sýninguna í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir