Pussy Riot til landsins í nóvember

Maria (Masha) Alyokhina (til vinstri) og Olga Borisova í rússnesku …
Maria (Masha) Alyokhina (til vinstri) og Olga Borisova í rússnesku feminísku punk-hljómsveitinni Pussy Riot. AFP

Rússneski listahópurinn Pussy Riot er á leið til landsins í nóvember á þessu ári. Verður hópurinn með leiksýningu, listgjörning og tónleika í Þjóðleikhúsinu.

Sýningin er skipulög í samhengi við fyrstu yfirlitssýningu Pussy Riot sem opnar í Kling & Bang í sama mánuði. 

Sýningin var að hluta til æfð og þróuð í Þjóðleikhúsinu nú á vordögum rétt eftir að Masha Alyokhina forsprakki hópsins kom sér hingað undan klóm rússnesks óréttlætis.

„Ef einhverjir listamenn hafa gefið allt fyrir listina þá eru það þessir töffarar. Þungamiðjan í sýningunni er saga Möshu og lýsing hennar á helvítinu sem Rússland Pútins er. Glerhörð kvöldstund sem kýlir beint í magann og á sér í alvöru talað engan sinn líka,“ segir Ragnar Kjartansson um sýninguna í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar