Útför Eiríks Guðmundssonar í dag

Útför Eiríks Guðmundssonar fer fram í dag.
Útför Eiríks Guðmundssonar fer fram í dag. mbl.is/Einar Falur

Útför útvarpsmannsins og rithöfundarins Eiríks Ómars Guðmundssonar fer fram í Hallgrímskirkju klukkan 13 í dag. Eiríkur lést hinn 8. ágúst síðastliðinn 52 ára að aldri. 

Eftir grunnskólanám í Bolungarvík fór Eiríkur til náms í Menntaskólanum við Sund og útskrifaðist þaðan vorið 1988. Hann lauk BA-prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og MA-prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla 1995.

Eiríkur starfaði við dagskrárgerð á sviði menningar hjá Rás 1 Ríkisútvarpsins frá árinu 1997 og hafði lengst af umsjón með Víðsjá og Lestinni þar sem hann fjallaði um menningarmál af ýmsum toga. Fyrsta skáldsaga Eiríks, 39 þrep á leið til glötunar, kom út árið 2004. Síðan sendi hann frá sér fleiri bækur. Þá skrifaði Eiríkur fjölda ritdóma, tímaritsgreina og útvarpspistla um bókmenntir, menningu og samfélag.

Minningargreinar um Eirík má lesa í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan