Bíll Díönu seldist á 108 milljónir

Díana var vön að aka bifreiðinni sjálf og sat öryggisvörður …
Díana var vön að aka bifreiðinni sjálf og sat öryggisvörður því í framsætinu. IAN WALDIE

Bíll af gerðinni Ford escort RS turbo, sem var í eigu Díönu prinsessu, seldist á uppboði fyrir 650 þúsund pund, eða tæplega 108 milljónir íslenskra króna. 

Díana ók bílnum í um þrjú ár, frá því í ágúst 1988. Fyrstu myndirnar af henni í bifreiðinni voru teknar fyrir utan verslanir í Chelsea og Kensington hverfi Lundúnaborgar. 

Skráningarnúmer bifreiðarinnar er C462FHK, og var hún seld á uppboði á vegum fyrirtækisins Silverstone. Forsvarsmaður uppboðsfyrirtækisins segir að ekki hafi borist jafn mörg tilboð í hlut á uppboði, í 12 ár. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Bifreiðin áfram í Bretlandi

Þegar tilboðin voru komin yfir 450 þúsund pund, voru tveir kaupendur eftir. Annar frá Dúbaí og hinn frá Coventry í Bretlandi. Að lokum hafði Bretinn betur. 

Díana vildi síður vera farþegi og ók því bílnum sjálf, þrátt fyrir að hafa aðgang að bíl og bílstjóra á vegum bresku krúnunnar. Sat þá vanalega öryggisvörður með Díönu í framsætinu. 

Bifreiðin nýtur sérstöðu að því leyti að vera ein sinnar tegundar, sem framleidd var í svörtum lit, en Ford framleiddi þessa gerð almennt í hvítu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir