Weeknd leikstýrir nýrri þáttaröð

Weeknd leikur á móti fyrirsætunni Lily Rose Depp.
Weeknd leikur á móti fyrirsætunni Lily Rose Depp. Ljósmynd/IMDB

Abel Tesfaye, betur þekktur undir listamannsnafninu The Weeknd, og Sam Levinson, höfundur geysivinsælu þáttaraðarinnar Euphoria, munu saman leikstýra nýju þáttaröðinni The Idol sem verður sýnd á efnisveitunni HBO Max. 

Leikonan Lily Rose Depp fer með aðalhlutverk á móti The Weeknd sjálfum.

Í þáttunum er áhorfandinn leiddur í undirheima Hollywood og skyggnst á bakvið sýningartjöldin. Verður Weeknd í hlutverki Tedros, eiganda næturklúbbs og költ-leiðtoga sem kynnist tónlistarkonunni Jocelyn, sem þráir að ná frama.

Hefur birt nokkur sýnishorn

Depp, sem fer með hlutverk Jocelyn, er fædd árið 1999 og er dóttir stórleikarans Johnny Depp. Nokkur leynd hefur legið útgáfudegi þáttaraðarinnar, sem út kemur á þessu ári. Tvö sýnishorn hafa þó birst á Instagram-síðu The Weeknd, sem hefur gert garðinn frægan með lögum á borð við Blinding Lights og Can't Feel My Face.

Hefur Weeknd verið þekktur fyrir skapandi tónlistarmyndbönd allt síðan frægðarstjarna hans reis eftir lagið Wicked Games sem út kom árið 2012.

View this post on Instagram

A post shared by The Weeknd (@theweeknd)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka