Leikarinn Shia LaBeouf svarar fyrir sögusagnir um að hann hafi verið rekin úr kvikmyndinni Don't Worry Darling, en hann sendi póst á Variety um málið. Hann segir að leikstjórinn Olivia Wilde hafi ekki rekið hann, en að hann hafi sjálfur ákveðið að hætta.
Hann segist hafa verið smá ringlaður þegar hann heyrði að hann hefði verið rekinn.
„Ég og þú (Olivia) vitum bæði af hverju ég fór. Ég hætti í myndinni þinni vegna þess að ég og leikararnir fundum ekki tíma til að æfa saman. Ég var aldrei rekinn, ég og Olivia erum alveg sammála um hvernig þetta var og þessi frétt hefur verið blásinn upp úr engu,“ skrifar hann og vill jafnframt að hún komi fram og leiðrétti þetta.
LeBeouf hefur verið sakaður um ofbeldi og spratt þetta ósætti um starfslok hans upp vegna þess. Þá er sagt að Wilde hafi mislíkað þessar ásakanir og að hún hafi ekki viljað hafa hans orku á vinnustaðnum.
„Hann hefur unnið að einhverju leyti í sínum málum. Það er eins og hann þurfi að hafa valdabaráttu í gangi í vinnunni. Mér finnst það persónulega ekki gefa bestu frammistöðuna hjá leikurum,“ sagði Wilde.