Söngkonan Taylor Swift tilkynnti á MTV VMA–verðlaunahátíðinni að ný plata væri væntanleg frá henni í haust. Fyrirhugað er að platan komi út hinn 21. október næstkomandi. Swift tilkynnti um plötuna þegar hún tók við verðlaunum fyrir besta tónlistarmyndband ársins.
„Ég segi ykkur meira á miðnætti,“ sagði Swift en platan heitir einmitt Midnights.
Hún birti færslu á Instagram þar sem hún segir frá nýju plötunni. Hún segist hafa samið plötuna þegar hún hefur legið andvaka. Hún segir að hún sé skrifuð bæði í gleði og sorg og sé saga af þrettán svefnlausum nóttum.